Photographer | Social media expert | Web developer

Námskeið í samfélagsmiðlum
& stafrænni markaðssetningu

fyrir fyrirtækiErt þú með lítið eða meðalstórt fyrirtæki
og vilt gera það sýnilegt á samfélagsmiðlum?

Sérhæfð þjálfun fyrir smærri fyrirtæki sem vilja koma sér á framfæri á samfélagsmiðlum og læra að nýta tækifærin sem þar leynast. Með það að markmiði að öðlast færni á notkun á helstu tækjum og tólum sem hægt er að nýta á samfélagsmiðlum til hins ítrasta til að efla stafræna markaðssetningu fyrirtækisins.

Námskeiðið hentar öllum fyrirtækjaeigendum sem eru að stíga sín fyrstu skref á samfélagsmiðlum og í stafrænni markaðssetningu eða þá sem vilja efla sig á þeim vettvangi. Hentar einstaklega vel fyrir fyrirtæki sem vjilja selja vörur á netinu, stofna nýtt fyrirtæki eða vantar aðstoð að koma sér á framfæri. Þú færð leiðsögn í gegnum allt ferlið frá upphafi til enda.

Boðið er uppá þrjár mismunandi þjálfunarleiðir sérhannaðar fyrir hvert fyrirtæki og einstakling.

Stafræn markaðssetning og þjálfun fyrir Íslenskan og erlendan markað.

Það er óþarfi að fara í stórar og kostnaðarsamar auglýsingaherferðir til að markaðssetja þig og þína vörur á netinu. Notaðu samfélagsmiðla, persónuleika fyrirtækisins og persónuleg samskipti til að koma þinni
vöru /fyrirtæki á framfæri.

Karen er með mikla reynslu í stafrænni markaðssetningu fyrir erlendan markað og þá sérstaklega bandaríska markaðinn, þekkir vel inná áhrifavalda markaðssetningu erlendis og hvernig best er að nýta sér þá markaðssetningu til að koma vöru og fyrirtæki á framfæri.

Þjálfunarferlin eru fyrir alla þá sem:Eru eigendur minni fyrirtækja eða einstaklingar á öllum sviðum atvinnulífsins sem vilja nýta sér mátt samfélagsmiðla, vilja stofna fyrirtæki og/eða eru með vöru sem þeir vilja koma á framfæri á netinu.

 • Hefur ekki gengið hingað til að nýta sér samfélagsmiðla
 • Vilja auka þekkingu sína á sviði samfélagsmiðla og stafrænnar markaðssetningar
 • Svekkt yfir öllum öðrum sem ná árangri á netinu
 • Vita ekki hvar á að byrja þegar kemur að markaðssetningu á netinu
 • Vilja vera sinn eigin yfirmaður
 • Það er tími til að taka næsta skref.  Ert þú eigandi fyrirtækis sem er ósýnilegt á samfélagsmiðlum. Hefur þig dreymt um að nýta samfélagsmiðla til fá fleiri heimsóknir á heimasíðu þína sem skilar sér í auknum viðskiptum og meiri sölu. Það er komin tími til að vera sýnilegur, hefja stafræna vegferð og viðveru á netinu og láta draumana rætast.


  Skráðu þig hér!

  Hvernig virkar 3x mánaða þjálfun.
  Nr. 1


  Ég mun hoppa á 15 mín símtal með þér til að spjalla um fyrirtækið og þín markmið til að vera viss um að einstaklings þjálfun henti þér vel. Við munum fara yfir hvar þú ert núna, hvaða vandamál þú ert að glíma við þegar kemur að markaðssetningu, stóru markmiðin og hvert þú stefnir með fyrirtækið þitt.

  Nr. 2


  Næst, færðu smá heimavinnu sem samanstendur af nokkrum verkefnum svo ég geti skilið betur áætlun þína með fyrirtækið, hvað við þurfum að einblína á, lítil sem stór markmið sem þú ert með, skilning þinn á samfélagsmiðlum - hér er mikilvægt að vera með mjög skýr markmið til að taka næsta skref.

  Nr. 3


  Þá er komið að því skemmtilega - að búa til alla umgjörð fyrirtækisins. Að ákveða verðlagningu, skilgreina verðtilboð, búa til áætlun fyrir samfélagsmiðla og læra á öll verkfærin með það að markmiði að skapa góða upplifun fyrir viðskiptavini þína. Þú munt eyða næstu 3 mánuðum í að skapa umgjörðina, komast yfir hindranir, vinna að því að vera betri útgáfa af sjálfum þér og bera ábyrgð á útkomunni, svo þú getir lifað því lífi sem þér var ætlað.

  Nr. 4


  Að lokum munt þú taka allt sem þú hefur lært í 3 mánaða þjálfunarferlinu, hefja stafræna vegferð og auka viðskipti þín á netinu. Það er kominn tími til að setja þér markmið, koma þér af stað og segja skilið við 9-17 starfið sem þú ert komin með nóg af og gera viðskiptahugmyndina þína að fullu starfi.

  Þjálfun og stuðningur.  Þjálfun

  90 - Mínútna símtal / staðarfundur - Þú velur.

  Dagsþjálfun (6.klst) af stefnumótun.

  Einstaklings þjálfun 3x mánuðir af stefnumótun.


  ★ ★ ★ ★ ★

  Sniðmát

  Þú færð sniðmát og leiðbeiningar til notkunar eftir alla þjálfun - mismunandi eftir þjálfun.

  Áætlunargerð fyrir efnissköpun, samstarf, birtingaráætlun, Instagram story.

  Að byggja upp netfangalista.  ★ ★ ★ ★ ★

  Eftirfylgni

  Eftirfylgni á sér stað fyrir öll þjálfunarferlin þar sem ég vil vera viss um að þú sért á rétti leið - það er þó misjafnt hversu mikil eftirfylgni eftir því hvaða þjálfunarleið er valin.
  Eftirfylgni fer fram í mismunandi formi eftir því hvað hentar hverjum og einum.
  ★ ★ ★ ★ ★

  Það þarf ekki að taka þig 2+ ár af reynslu og lærdómi af mistökum eins og það gerði mig sjálfa að hefja árangursríka stafræna markaðssetningu. Það ætti aðeins að taka nokkra mánuði, ef ekki bara vikur. Ef þú hefur verið að hugsa um að stofna fyrirtæki eða átt fyrirtæki - Hættu að bíða, tíminn er núna. Í gegnum þjálfunarferlið okkar er ég hér til að sýna þér hvernig á að:  SKRÁÐU ÞIG HÉR!

  Ert þú tilbúin að byrja?

  Ég vil gjarnan heyra frá þér, læra meira um þig, fyrirtæki þitt, markmið og stefnu! Ég get aðstoðað þig að velja hvaða þjálfunarferli hentar þér best.

  Tölum Saman!

  Efnissköpun - Bæta við!

  Að stofna fyrirtæki tekur tíma og getur verið yfirþyrmandi þar sem það er að mörgu að huga þegar stofnað er frá grunni. Það þarf ekki aðeins að huga að stefnu, markmiðum, aðferðafræði, vöru og/eða þjónustu það tekur einnig mikinn tíma að búa til efni og áætlun fyrir samfélagsmiðla. Leyfðu mér að sjá um að búa til efni og áætlunargerð fyrir samfélagsmiðilinn og vefsíðuna þína.

  Hafðu samband fyrir verð - sérsniðið verð fyrir alla

  Heimasíða - Bæta við!

  Ef þú velur að skrá þig í heilsdags þjálfun eða 3 mánaða þjálfunarferli geturðu bætt við þriggja síðna vefsíðu við kaupin á mjög hagstæðu verði (greitt er sér fyrir nafn/url vefsíðu).

  Glæný, sérsniðin og forrituð vefsíða mun innihalda forsíðu, um mig eða fyrirtækið síðu og hafa samband síðu. Þú færð að velja leturgerðir, liti og heildarútlit auk þess sem þú færð tvisvar sinnum yfirferð í gegnum ferlið.

  - Algengar spurningar -  Hvað kostar 3-mánaða þjálfunarferlið?


  Verðið fyrir þriggja mánaða þjálfunarferlið er fjögurra stafa minni fjárfesting.


  Hvenær byrjar 3-mánaða þjálfunarferlið?


  Það byrjar nýtt námskeið fyrsta mánudag í hverjum mánuði.


  Hvernig veit ég hvort þetta þjálfunarferli hentar mér?


  Þessi þjálfun er fyrir tvenns konar fólk. Einstaklinga sem hafa framtíðarsýn, skipulagt og dreymt um að stofna fyrirtæki en vita hreinlega ekki hvar á að byrja. Einhverja sem eru að reyna sitt besta til að auka viðskipti sín en sjá ekki neinn vöxt eða eiga í vandræðum með að stækka til að ná árangri.


  Hversu oft hef ég aðgang að Karen í 3-mánaða þjálfunarferlinu?


  Um tvenns konar aðgengi er að ræða; 6x klukkutími einstaklingsþjálfun í formi fjarfunda eða staðarfunda aðra hvora viku sem og aðgangur að lokuðu svæði fyrir ótakmarkaðan stuðning. Ég mun fylgjast með svæðinu tvisvar sinnum á dag til að svara spurningum þínum. Um er að ræða vikulegt stöðumat þar sem verkefnum er skilað ásamt aðgangi að þjálfunarefni frá mér.


  Er fundar áætlun sveigjanleg?


  Fundir eru haldnir á miðvikudögum. Ef þú getur ekki nýtt þér tímann þarftu að láta vita með sólarhrings fyrirvara svo við getum fundið annað tíma fyrir þig.


  Hversu mörg sæti eru í boði í 3-mánaða þjálfunferlinu.


  Það eru núna 4 sæti laus í þjálfunarferlinu sem hefst 3.Maí 2021.


  Hvernig get ég tryggt mér sæti?


  Eftir að ég hef farið yfir og samþykkt umsókn þína færðu símtal þar sem þú munt geta tryggt þér sæti eftir að fyrsta greiðsla hefur borist.


  Er eitthvað af þessum þjálfunarferlum endurgreiðanleg?


  Nei, um sérsniðna ráðgjafaþjónusta er að ræða en ekki vöru sem hægt er að skila.
  Ég er tilbúin að sækja um